
Já það getur haft sína galla að búa í húsi sem stendur í síki. Önnur nóttin mín hér var svo fín: "yndislegt regn á rúðu og blaktandi gardínur, brakandi hrein sængin umlykur mann og ferskt regnloftið svífur um.."BÚMM! Ég vakna upp við sprengingu æi nei ég er flutt til Hollands, þetta var þruma, hæsta þruma sem ég hef heyrt í. Ég sofna aftur: "Fínlega regnið drýpur á glugga og niður í síkið, engin truflun og djúpur andardrátturinn hefst..KRÚNK-BRA!" Ég vakna upp við hæsta öskur í fugli sem ég hef heyrt en virðist ekki gera mér beint grein fyrir fuglategundinni, ætli þetta hafi verið Hegrinn sem ég sá á síkinu mínu fyrr um daginn. Svona gekk þetta til skiptis þá nóttina.

Annars eru endurnar duglegar að synda í kringum húsið. Fyndið að geta horft á fuglana út um alla glugga hér í Jan van Zutphenlaan. Annars er ég búin að prófa rauða hjálminn minn með sólgleraugum. Ég fékk ekkert svo mikla athygli þegar ég hjólaði niður/beint í bæ. Einn strákur sagði reyndar við mig "Ola!" Hann hefur líklega haldið að ég væri spænsk en það kannski passar -eru spánverjar ekki duglegir að nota hjálm annars? Hef ekki komið til Spánar nema Mallorka svo þið eigið kannski svar við því :)