Tuesday, August 26, 2008
Fyrstu myndirnar
Hérna koma nokkrar myndir sem teknar voru á myndavélina hennar Þórunnar Völu. Mitt hleðslutæki er því miður ekki að virka og því get ég ekki tekið myndir í augnablikinu því ver og meður :/. En þessar myndir voru sem sagt teknar fyrir utan skólann okkar góða. Við erum núna að skreppa í IKEA og fá okkur símanúmer. Þetta er allt að koma.
Við erum fjögur núna í húsinu. Stefán og Sólbjörg sofa í öðru herberginu sem inniheldur tvö rúm -mjög hentugt og við Þórunn Vala sofum saman í hjónarúminu ;).
Sunday, August 24, 2008
Þrumur og krúnk-bra
Já það getur haft sína galla að búa í húsi sem stendur í síki. Önnur nóttin mín hér var svo fín: "yndislegt regn á rúðu og blaktandi gardínur, brakandi hrein sængin umlykur mann og ferskt regnloftið svífur um.."BÚMM! Ég vakna upp við sprengingu æi nei ég er flutt til Hollands, þetta var þruma, hæsta þruma sem ég hef heyrt í. Ég sofna aftur: "Fínlega regnið drýpur á glugga og niður í síkið, engin truflun og djúpur andardrátturinn hefst..KRÚNK-BRA!" Ég vakna upp við hæsta öskur í fugli sem ég hef heyrt en virðist ekki gera mér beint grein fyrir fuglategundinni, ætli þetta hafi verið Hegrinn sem ég sá á síkinu mínu fyrr um daginn. Svona gekk þetta til skiptis þá nóttina.
Annars eru endurnar duglegar að synda í kringum húsið. Fyndið að geta horft á fuglana út um alla glugga hér í Jan van Zutphenlaan. Annars er ég búin að prófa rauða hjálminn minn með sólgleraugum. Ég fékk ekkert svo mikla athygli þegar ég hjólaði niður/beint í bæ. Einn strákur sagði reyndar við mig "Ola!" Hann hefur líklega haldið að ég væri spænsk en það kannski passar -eru spánverjar ekki duglegir að nota hjálm annars? Hef ekki komið til Spánar nema Mallorka svo þið eigið kannski svar við því :)
Friday, August 22, 2008
Yndislegt yndislegt..
Mynd: Oudegracht (aðalgatan hér í borg)
Jæja þá er ég komin út til Utrecht til að hefja söngnámið góða. Hvað er maður nú búinn að koma sér í?! Annars er íbúðin yndisleg -stór og björt á daginn og afar hugguleg. Ég er búin að fá mér mátulega gamalt vínrautt hjól með lás sem er ekki hægt að saga í sundur nema með rafmagnssög og fallegri ljósri körfu. En Lilja taugatrekta kann nú ekki alveg á þessa hjólamenningu. Held ég seti fljótlega upp rauða hjálminn sem Svanhvít mákona mín og Kjartan bróðir minn gáfu mér áður en ég fór. En þá er ég líka ein af fáu með hjálm hér í borg -ég hef allavega ekki séð neinn ennþá með hjálm. Stefán segir að ég verð stimpluð annaðhvort þjóðverji eða íslendingur, og ég er nú frá Fróni svo það er ekkert að fela. Ég held þetta komi samt með tímanum..jájájá -svei mér þá. Annars er mjööög rólegt hér í götunni okkar. Blokkin okkar er í sýki og blóm á bökkunum og endurnar greyin synda glaðar í skítugu síkinu. Já þetta er sko aldeilis huggulegt. Annars rigndi svolítið í dag og við Stefán urðum voða blaut. Mér varð svolítið kalt svo ég keypti mér peysu í H&M sem ég kunni ekki við að labba í út þó svo ég var búin að borga svo ég klæddi mig í hana í anddyrinu í ráðhúsinu hér í borg og bað Stefán að halda á dótinu og jakkanum á meðan. Veit ekki afhverju mér datt þetta í hug en mér fannst vera svo huggulegt og rólegt þarna inni en um leið og ég var komin úr og ætlaði í peysuna þutu ekki inn 20 mannst ákkúrat á því andartaki svo ég var eins og eins og fífl að klæða mig ofan í fólkinu sem þaut inn úr rigningunni. Nú sit ég hér og hlusta á gaulið í uppþvottavélinni meðan ég bíð eftir Sólbjörgu en hún er að koma frá Eindhoven þar sem hún lenti fyrr í kvöld. Svo kemur Þórunn mín á sunnudaginn. Það á nú sannarlega eftir að vera fjölskyldustemning þessa vikuna. Hafið það náðugt þangað til næst.
Subscribe to:
Posts (Atom)