Sunday, August 24, 2008

Þrumur og krúnk-bra






Já það getur haft sína galla að búa í húsi sem stendur í síki. Önnur nóttin mín hér var svo fín: "yndislegt regn á rúðu og blaktandi gardínur, brakandi hrein sængin umlykur mann og ferskt regnloftið svífur um.."BÚMM! Ég vakna upp við sprengingu æi nei ég er flutt til Hollands, þetta var þruma, hæsta þruma sem ég hef heyrt í. Ég sofna aftur: "Fínlega regnið drýpur á glugga og niður í síkið, engin truflun og djúpur andardrátturinn hefst..KRÚNK-BRA!" Ég vakna upp við hæsta öskur í fugli sem ég hef heyrt en virðist ekki gera mér beint grein fyrir fuglategundinni, ætli þetta hafi verið Hegrinn sem ég sá á síkinu mínu fyrr um daginn. Svona gekk þetta til skiptis þá nóttina.



Annars eru endurnar duglegar að synda í kringum húsið. Fyndið að geta horft á fuglana út um alla glugga hér í Jan van Zutphenlaan. Annars er ég búin að prófa rauða hjálminn minn með sólgleraugum. Ég fékk ekkert svo mikla athygli þegar ég hjólaði niður/beint í bæ. Einn strákur sagði reyndar við mig "Ola!" Hann hefur líklega haldið að ég væri spænsk en það kannski passar -eru spánverjar ekki duglegir að nota hjálm annars? Hef ekki komið til Spánar nema Mallorka svo þið eigið kannski svar við því :)

8 comments:

Sola said...

Sælar skvís..Það er gott að heyra að allt gangi vel í Hollandinu. Ég bið sko kærlega að heilsa þeim, doei á línuna :D Hafðu það gott og ég mun fylgjast með skrifunum þínum. Kveðja Sóla

Ingrid Örk Kjartansdóttir said...

Hæ. Voða spennandi samt að búa í sýki, er ekki örugglega hlið sem fer niður þegar þú opnar dyrnar og þá myndast brú yfir í húsið?

Unknown said...

Halló halló! Mikið er ég ánægð með að þú ætlir að blogga, ég fylgist með....þetta hljómar allt svo voða rómó hjá þér :o)
knús þín Lína

ellen said...

Það tekur alltaf smá tíma að venjast nýjum umhverfishljóðum... þetta hljómar allt saman mjög ævintýralega, hlakka til að koma í heimsókn :)

Elín Búa said...

Hae hó :)

Gott og gaman ad heyra ad allt gangi vel á nýja heimilinu og tad sé allt voda huggulegt. Hlakka til ad koma i kaffi einn godan vedurdag...

Vertu dugleg ad blogga og ekki vaeri verra ad fa ad sjá myndir :):)

Knúsar frá Argentinu,
EB

Unknown said...

Hæ hæ

Gaurinn hefur sagt "olala" af því honum hefur þótt þú svo gasalega kúl og sæt með rauða hjálminn. Þarna sérðu bara hvort ekki borgar sig að nota hjálm, maður vekur jákvæða eftirtekt hjá hinu kyninu.

bergrun said...
This comment has been removed by the author.
bergrun said...

Hæ hæ

HAHAHAHA þetta var ein sú fyndnasta bloggfærsla sem ég hef lesið, maður lifði sig alveg inn í þetta. Nú veit ég af hverju við vorum alltaf svo spenntar þegar þú byrjaðir að skrifa smá sögur í Langey hehehe

kv. Bergrún frænka