Jæja þá er ég komin út til Utrecht til að hefja söngnámið góða. Hvað er maður nú búinn að koma sér í?! Annars er íbúðin yndisleg -stór og björt á daginn og afar hugguleg. Ég er búin að fá mér mátulega gamalt vínrautt hjól með lás sem er ekki hægt að saga í sundur nema með rafmagnssög og fallegri ljósri körfu. En Lilja taugatrekta kann nú ekki alveg á þessa hjólamenningu. Held ég seti fljótlega upp rauða hjálminn sem Svanhvít mákona mín og Kjartan bróðir minn gáfu mér áður en ég fór. En þá er ég líka ein af fáu með hjálm hér í borg -ég hef allavega ekki séð neinn ennþá með hjálm. Stefán segir að ég verð stimpluð annaðhvort þjóðverji eða íslendingur, og ég er nú frá Fróni svo það er ekkert að fela. Ég held þetta komi samt með tímanum..jájájá -svei mér þá. Annars er mjööög rólegt hér í götunni okkar. Blokkin okkar er í sýki og blóm á bökkunum og endurnar greyin synda glaðar í skítugu síkinu. Já þetta er sko aldeilis huggulegt. Annars rigndi svolítið í dag og við Stefán urðum voða blaut. Mér varð svolítið kalt svo ég keypti mér peysu í H&M sem ég kunni ekki við að labba í út þó svo ég var búin að borga svo ég klæddi mig í hana í anddyrinu í ráðhúsinu hér í borg og bað Stefán að halda á dótinu og jakkanum á meðan. Veit ekki afhverju mér datt þetta í hug en mér fannst vera svo huggulegt og rólegt þarna inni en um leið og ég var komin úr og ætlaði í peysuna þutu ekki inn 20 mannst ákkúrat á því andartaki svo ég var eins og eins og fífl að klæða mig ofan í fólkinu sem þaut inn úr rigningunni. Nú sit ég hér og hlusta á gaulið í uppþvottavélinni meðan ég bíð eftir Sólbjörgu en hún er að koma frá Eindhoven þar sem hún lenti fyrr í kvöld. Svo kemur Þórunn mín á sunnudaginn. Það á nú sannarlega eftir að vera fjölskyldustemning þessa vikuna. Hafið það náðugt þangað til næst.
Friday, August 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Velkomin til Utrecht! Myndi bara setja hjálminn upp, miklu oruggara. Hjólahjálmar eru komnir í tísku hérna í Koben thannig ad thú getur startad nýrri tískubylgju í Utrecht ;)
Hjólahjálmar eru bara kúl. Hafðu það sem allra best og vertu dugleg að blogga. kv Ingrid
Velkomin til Utrecht Lilja!!! Þetta er reyndar mjög fyndið, því þegar ég var í Amsterdam í mars (já ég veit að það er ekki sama og Utrecht) þá kom einmitt rigning og ég þaut inn í H&M og keypti mér hettupeysu. Já svona er lífið skemmtilegt.
Hafðu það gott. Áfram Ísland!
Kv, spe
Já farðu nú varlega. Það er ábyggilega mikið stökk að byrja á hjólamenningunni þarna úti eftir að hafa verið hér á fróni að hjóla, mætir kannski einum á hjóli á góðum degi :)
Gaman þegar þú getur svo sett inn myndir!
Heiðbjört
velkomin -i n-yja l-ifid thitt, glaesilegt :)
Annan -i koben
Post a Comment