Vegna vandamála með að commentera á síðuna þá stofnaði ég nýtt blogg með þessari færslu sem ég skrifaði hér að neðan.
Þessa vefsíðu mun ég héðan frá nota!!
http://liljaniutrecht.blog.is
Sunday, September 21, 2008
Fullt af hamingjumyndum frá Nederland
Hér gengur lífið sinn vanagang. Hollensku unglingarnir hlægja og kalla á eftir mér þegar ég tek fram úr þeim á hjólinu mínu og afarnir keyru um að vespum með ömmu aftan á. Einn afi kominn yfir áttrætt tók þó fram úr mér um daginn á venjulegu hjóli. Maire-Claire ein hollensk vinkona mín sagði við um daginn “Lilja January 2009 –the helmet off! Ok?!". Djöf skal ég alltaf vera með þennan hjálm, -ef ég svitnaði ekki svona undan honum myndi ég líka vera með hann inni!!!
Annars skruppum við sambýliskonurnar í Þjóðleikhúsið hér í Utrecht í vikunni. Við sáum óperuna Madame Butterfly eftir Puccini. Það var að sjálfsögðu stórkostlegt í alla staði. Eftir sýningu var heldra liðið í hælaskóm og pelsum að leysa lásinn af hjólinu sýnu rétt eins og við fátæku nemarnir. Þetta fannst okkur mjög athyglisvert, -segir allt um hvað hollendingar eru mikil hjólaþjóð. Þannig að hjólaumferðin var nokkur við óperuna þannig að við Þórunn fórum hægt af stað. Þá tók ein snobbfríður fram út mér og sagði eitthvað skemmtilegt við mig, ég brosti nú bara. En þá verður Þórunn mín svona reið og kallar eitthvað á eftir henni. Snobbfríður hafði þá sagt við mig á hollensku "þú þarna með hjálminn -passaðu þig að detta ekki!". Þórunn var mjög móðguð fyrir mína hönd. Já það getur komið sér vel að kunna tungumálið illa..haha.
Annars erum við loksins búin að fá dótið okkar og þá varð þetta fullkomið. Íbúðin var yndisleg fyrir en nú er hún full af kjærleikj B-).
Söngtímarnir og píanótímarnir og bara allt námið gengur vel. Ég þarf líklega bara að fara í eitt próf sem verður í nóvember svo það er spurning hvort ég geti verið heima á Íslandi í janúar og unnið svolítið þar sem sá mánuður er nýttur í annað en kennslu hér úti. Það er svolítið erfitt að fá stofu til að æfa sig í conservatoríinu svo maður getur leigt stofu með hljóðfæri í rétt hjá skólanum. Það kostar aðeins 40 evrur árið -svo ætli ég nýti mér það ekki. Annars býð ég enn eftir bankareikning svo ég er ekki búin að fá píanó hingað heim. Þeir í Post bank týndu víst öllum skjölunum mínum svo ég hætti við þá og er núna að bíða eftir reikningi hjá Rabobank. Annars hefur allt annað gengið vel hér úti.
Annars er búið að vera svolítið um matarboð og annað slíkt. Við fengum Elmartenor sem býr í Amsterdam og leigir hjá Nonna í heimsókn ásamt Sólu og Stefáni og Halla og Heiðrúnu, og Callas litlu (hundinum). Callas er barnið þeirra Halla og Heiðrúnar. Hún Callas er minni er hann Kolstakkur minn -mikið sakna ég nú hans Kolla míns :'(. Svo bauð maestro okkur söngliðinu í mat núna til Amsterdam. Það var bara eins og jólin -þar sem maður hefur ekkert farið út fyrir Utrecht síðastliðinn mánuð. Nú fer Utrecht bara að vera eins og sveitin. Blessuð sértu sveitin mín. Sambýlinaástin leynir sér ekki eins og sjá má. Tannbustakallarnir okkar finnst mér vera svolítið lýsandi fyrir okkar karakter. Nú getið þið gískað á hvor á hvað ;). Hafið það náðugt þar til næst. Myndirnar tala sínu máli :).
*ps. ég fékk rabbabarasultuna hennar mömmu með dótinu mínu. Það var náttúrulega skellt í eina hjónabandsælu, Sóla og Stefán voru hér einmitt í heimsókn svo það var glatt á hjalla. Við sögðum útlendginavinum okkar að það væri Marriage-happiness-cake.
Annars skruppum við sambýliskonurnar í Þjóðleikhúsið hér í Utrecht í vikunni. Við sáum óperuna Madame Butterfly eftir Puccini. Það var að sjálfsögðu stórkostlegt í alla staði. Eftir sýningu var heldra liðið í hælaskóm og pelsum að leysa lásinn af hjólinu sýnu rétt eins og við fátæku nemarnir. Þetta fannst okkur mjög athyglisvert, -segir allt um hvað hollendingar eru mikil hjólaþjóð. Þannig að hjólaumferðin var nokkur við óperuna þannig að við Þórunn fórum hægt af stað. Þá tók ein snobbfríður fram út mér og sagði eitthvað skemmtilegt við mig, ég brosti nú bara. En þá verður Þórunn mín svona reið og kallar eitthvað á eftir henni. Snobbfríður hafði þá sagt við mig á hollensku "þú þarna með hjálminn -passaðu þig að detta ekki!". Þórunn var mjög móðguð fyrir mína hönd. Já það getur komið sér vel að kunna tungumálið illa..haha.
Annars erum við loksins búin að fá dótið okkar og þá varð þetta fullkomið. Íbúðin var yndisleg fyrir en nú er hún full af kjærleikj B-).
Söngtímarnir og píanótímarnir og bara allt námið gengur vel. Ég þarf líklega bara að fara í eitt próf sem verður í nóvember svo það er spurning hvort ég geti verið heima á Íslandi í janúar og unnið svolítið þar sem sá mánuður er nýttur í annað en kennslu hér úti. Það er svolítið erfitt að fá stofu til að æfa sig í conservatoríinu svo maður getur leigt stofu með hljóðfæri í rétt hjá skólanum. Það kostar aðeins 40 evrur árið -svo ætli ég nýti mér það ekki. Annars býð ég enn eftir bankareikning svo ég er ekki búin að fá píanó hingað heim. Þeir í Post bank týndu víst öllum skjölunum mínum svo ég hætti við þá og er núna að bíða eftir reikningi hjá Rabobank. Annars hefur allt annað gengið vel hér úti.
Annars er búið að vera svolítið um matarboð og annað slíkt. Við fengum Elmartenor sem býr í Amsterdam og leigir hjá Nonna í heimsókn ásamt Sólu og Stefáni og Halla og Heiðrúnu, og Callas litlu (hundinum). Callas er barnið þeirra Halla og Heiðrúnar. Hún Callas er minni er hann Kolstakkur minn -mikið sakna ég nú hans Kolla míns :'(. Svo bauð maestro okkur söngliðinu í mat núna til Amsterdam. Það var bara eins og jólin -þar sem maður hefur ekkert farið út fyrir Utrecht síðastliðinn mánuð. Nú fer Utrecht bara að vera eins og sveitin. Blessuð sértu sveitin mín. Sambýlinaástin leynir sér ekki eins og sjá má. Tannbustakallarnir okkar finnst mér vera svolítið lýsandi fyrir okkar karakter. Nú getið þið gískað á hvor á hvað ;). Hafið það náðugt þar til næst. Myndirnar tala sínu máli :).
*ps. ég fékk rabbabarasultuna hennar mömmu með dótinu mínu. Það var náttúrulega skellt í eina hjónabandsælu, Sóla og Stefán voru hér einmitt í heimsókn svo það var glatt á hjalla. Við sögðum útlendginavinum okkar að það væri Marriage-happiness-cake.
Tuesday, September 2, 2008
Námið og yndislega Holland
Jæja þá er skólinn að komast í gang. Ég komst að því þegar ég fékk stundatöfluna að ég fæ alla theoríu metna fyrir öll árin. En ég tek þá kjarnafög sem eru söngtímar, undirleikstímar, líffærafræði og sönghóptímar. Svo bauðst mér í staðinn að velja fög eins og útsetningar, kórstjórn og tungumálafög sem eru á 2. og 3. ári. Svo fékk ég að hafa píanóundirleik með söngvörum sem hliðarfag og fæ því einkatíma í píanókennslu einu sinni í viku. Píanókennari mínum leist vel á þetta og stakk upp á að ég myndi halda kannski smá tónleika í lok skólaárs ásamt söngvurum þar sem ég sæti við píanóið þá sem undirleikari ;). Nú er bara að fá vini sína til að vinna með sér hér útlandinu :). Svo ég er alsæl -með þetta fyrirkomulag með námið.
Núna um helgina skruppum við vinirnir í smá hjólatúr og við Þórunn komumst að því að svona lítur sveitin okkar út -sem er bara hinum megin við götuna :D, við búum nefnilega á borgarmörkum því Marseen er bara næsti bær við. Svo ég hendi nokkrum myndum frá Þórunni og Sól, hleðslutækið mitt er ekki að gera sig svo ég hef ekki tekið neinar myndir. Er einhver með patent laus fyrir mig? Ætli hleðslutækið sé í ábyrgð? Verð að kynna mér það!
Ps. Hollendingar eru yndislegt fólk. Um daginn týndi ég hjálminum mínum og einn skrifstofumanninum í skólanum var mikið í mun um að skemmta mér af því ég var svo súr en svo fannst nú hjálmurinn svo Lilja hressist við að lokum. Fyrr um daginn var ég að spurjast fyrir um píanóleigu en þá bauðst ung stúlka sem hafði verið á eftir mér í röðinni að fylgja mér þangað, ótrúlegt fólk..haha. Mjög almennilegt og afslappað.
Núna um helgina skruppum við vinirnir í smá hjólatúr og við Þórunn komumst að því að svona lítur sveitin okkar út -sem er bara hinum megin við götuna :D, við búum nefnilega á borgarmörkum því Marseen er bara næsti bær við. Svo ég hendi nokkrum myndum frá Þórunni og Sól, hleðslutækið mitt er ekki að gera sig svo ég hef ekki tekið neinar myndir. Er einhver með patent laus fyrir mig? Ætli hleðslutækið sé í ábyrgð? Verð að kynna mér það!
Ps. Hollendingar eru yndislegt fólk. Um daginn týndi ég hjálminum mínum og einn skrifstofumanninum í skólanum var mikið í mun um að skemmta mér af því ég var svo súr en svo fannst nú hjálmurinn svo Lilja hressist við að lokum. Fyrr um daginn var ég að spurjast fyrir um píanóleigu en þá bauðst ung stúlka sem hafði verið á eftir mér í röðinni að fylgja mér þangað, ótrúlegt fólk..haha. Mjög almennilegt og afslappað.
Tuesday, August 26, 2008
Fyrstu myndirnar
Hérna koma nokkrar myndir sem teknar voru á myndavélina hennar Þórunnar Völu. Mitt hleðslutæki er því miður ekki að virka og því get ég ekki tekið myndir í augnablikinu því ver og meður :/. En þessar myndir voru sem sagt teknar fyrir utan skólann okkar góða. Við erum núna að skreppa í IKEA og fá okkur símanúmer. Þetta er allt að koma.
Við erum fjögur núna í húsinu. Stefán og Sólbjörg sofa í öðru herberginu sem inniheldur tvö rúm -mjög hentugt og við Þórunn Vala sofum saman í hjónarúminu ;).
Sunday, August 24, 2008
Þrumur og krúnk-bra
Já það getur haft sína galla að búa í húsi sem stendur í síki. Önnur nóttin mín hér var svo fín: "yndislegt regn á rúðu og blaktandi gardínur, brakandi hrein sængin umlykur mann og ferskt regnloftið svífur um.."BÚMM! Ég vakna upp við sprengingu æi nei ég er flutt til Hollands, þetta var þruma, hæsta þruma sem ég hef heyrt í. Ég sofna aftur: "Fínlega regnið drýpur á glugga og niður í síkið, engin truflun og djúpur andardrátturinn hefst..KRÚNK-BRA!" Ég vakna upp við hæsta öskur í fugli sem ég hef heyrt en virðist ekki gera mér beint grein fyrir fuglategundinni, ætli þetta hafi verið Hegrinn sem ég sá á síkinu mínu fyrr um daginn. Svona gekk þetta til skiptis þá nóttina.
Annars eru endurnar duglegar að synda í kringum húsið. Fyndið að geta horft á fuglana út um alla glugga hér í Jan van Zutphenlaan. Annars er ég búin að prófa rauða hjálminn minn með sólgleraugum. Ég fékk ekkert svo mikla athygli þegar ég hjólaði niður/beint í bæ. Einn strákur sagði reyndar við mig "Ola!" Hann hefur líklega haldið að ég væri spænsk en það kannski passar -eru spánverjar ekki duglegir að nota hjálm annars? Hef ekki komið til Spánar nema Mallorka svo þið eigið kannski svar við því :)
Friday, August 22, 2008
Yndislegt yndislegt..
Mynd: Oudegracht (aðalgatan hér í borg)
Jæja þá er ég komin út til Utrecht til að hefja söngnámið góða. Hvað er maður nú búinn að koma sér í?! Annars er íbúðin yndisleg -stór og björt á daginn og afar hugguleg. Ég er búin að fá mér mátulega gamalt vínrautt hjól með lás sem er ekki hægt að saga í sundur nema með rafmagnssög og fallegri ljósri körfu. En Lilja taugatrekta kann nú ekki alveg á þessa hjólamenningu. Held ég seti fljótlega upp rauða hjálminn sem Svanhvít mákona mín og Kjartan bróðir minn gáfu mér áður en ég fór. En þá er ég líka ein af fáu með hjálm hér í borg -ég hef allavega ekki séð neinn ennþá með hjálm. Stefán segir að ég verð stimpluð annaðhvort þjóðverji eða íslendingur, og ég er nú frá Fróni svo það er ekkert að fela. Ég held þetta komi samt með tímanum..jájájá -svei mér þá. Annars er mjööög rólegt hér í götunni okkar. Blokkin okkar er í sýki og blóm á bökkunum og endurnar greyin synda glaðar í skítugu síkinu. Já þetta er sko aldeilis huggulegt. Annars rigndi svolítið í dag og við Stefán urðum voða blaut. Mér varð svolítið kalt svo ég keypti mér peysu í H&M sem ég kunni ekki við að labba í út þó svo ég var búin að borga svo ég klæddi mig í hana í anddyrinu í ráðhúsinu hér í borg og bað Stefán að halda á dótinu og jakkanum á meðan. Veit ekki afhverju mér datt þetta í hug en mér fannst vera svo huggulegt og rólegt þarna inni en um leið og ég var komin úr og ætlaði í peysuna þutu ekki inn 20 mannst ákkúrat á því andartaki svo ég var eins og eins og fífl að klæða mig ofan í fólkinu sem þaut inn úr rigningunni. Nú sit ég hér og hlusta á gaulið í uppþvottavélinni meðan ég bíð eftir Sólbjörgu en hún er að koma frá Eindhoven þar sem hún lenti fyrr í kvöld. Svo kemur Þórunn mín á sunnudaginn. Það á nú sannarlega eftir að vera fjölskyldustemning þessa vikuna. Hafið það náðugt þangað til næst.
Subscribe to:
Posts (Atom)