Sunday, September 21, 2008

Fullt af hamingjumyndum frá Nederland

Hér gengur lífið sinn vanagang. Hollensku unglingarnir hlægja og kalla á eftir mér þegar ég tek fram úr þeim á hjólinu mínu og afarnir keyru um að vespum með ömmu aftan á. Einn afi kominn yfir áttrætt tók þó fram úr mér um daginn á venjulegu hjóli. Maire-Claire ein hollensk vinkona mín sagði við um daginn “Lilja January 2009 –the helmet off! Ok?!". Djöf skal ég alltaf vera með þennan hjálm, -ef ég svitnaði ekki svona undan honum myndi ég líka vera með hann inni!!!


Annars skruppum við sambýliskonurnar í Þjóðleikhúsið hér í Utrecht í vikunni. Við sáum óperuna Madame Butterfly eftir Puccini. Það var að sjálfsögðu stórkostlegt í alla staði. Eftir sýningu var heldra liðið í hælaskóm og pelsum að leysa lásinn af hjólinu sýnu rétt eins og við fátæku nemarnir. Þetta fannst okkur mjög athyglisvert, -segir allt um hvað hollendingar eru mikil hjólaþjóð. Þannig að hjólaumferðin var nokkur við óperuna þannig að við Þórunn fórum hægt af stað. Þá tók ein snobbfríður fram út mér og sagði eitthvað skemmtilegt við mig, ég brosti nú bara. En þá verður Þórunn mín svona reið og kallar eitthvað á eftir henni. Snobbfríður hafði þá sagt við mig á hollensku "þú þarna með hjálminn -passaðu þig að detta ekki!". Þórunn var mjög móðguð fyrir mína hönd. Já það getur komið sér vel að kunna tungumálið illa..haha.

Annars erum við loksins búin að fá dótið okkar og þá varð þetta fullkomið. Íbúðin var yndisleg fyrir en nú er hún full af kjærleikj B-).
Söngtímarnir og píanótímarnir og bara allt námið gengur vel. Ég þarf líklega bara að fara í eitt próf sem verður í nóvember svo það er spurning hvort ég geti verið heima á Íslandi í janúar og unnið svolítið þar sem sá mánuður er nýttur í annað en kennslu hér úti. Það er svolítið erfitt að fá stofu til að æfa sig í conservatoríinu svo maður getur leigt stofu með hljóðfæri í rétt hjá skólanum. Það kostar aðeins 40 evrur árið -svo ætli ég nýti mér það ekki. Annars býð ég enn eftir bankareikning svo ég er ekki búin að fá píanó hingað heim. Þeir í Post bank týndu víst öllum skjölunum mínum svo ég hætti við þá og er núna að bíða eftir reikningi hjá Rabobank. Annars hefur allt annað gengið vel hér úti.




Annars er búið að vera svolítið um matarboð og annað slíkt. Við fengum Elmartenor sem býr í Amsterdam og leigir hjá Nonna í heimsókn ásamt Sólu og Stefáni og Halla og Heiðrúnu, og Callas litlu (hundinum). Callas er barnið þeirra Halla og Heiðrúnar. Hún Callas er minni er hann Kolstakkur minn -mikið sakna ég nú hans Kolla míns :'(. Svo bauð maestro okkur söngliðinu í mat núna til Amsterdam. Það var bara eins og jólin -þar sem maður hefur ekkert farið út fyrir Utrecht síðastliðinn mánuð. Nú fer Utrecht bara að vera eins og sveitin. Blessuð sértu sveitin mín. Sambýlinaástin leynir sér ekki eins og sjá má. Tannbustakallarnir okkar finnst mér vera svolítið lýsandi fyrir okkar karakter. Nú getið þið gískað á hvor á hvað ;). Hafið það náðugt þar til næst. Myndirnar tala sínu máli :).
*ps. ég fékk rabbabarasultuna hennar mömmu með dótinu mínu. Það var náttúrulega skellt í eina hjónabandsælu, Sóla og Stefán voru hér einmitt í heimsókn svo það var glatt á hjalla. Við sögðum útlendginavinum okkar að það væri Marriage-happiness-cake.























No comments: