Jæja þá er skólinn að komast í gang. Ég komst að því þegar ég fékk stundatöfluna að ég fæ alla theoríu metna fyrir öll árin. En ég tek þá kjarnafög sem eru söngtímar, undirleikstímar, líffærafræði og sönghóptímar. Svo bauðst mér í staðinn að velja fög eins og útsetningar, kórstjórn og tungumálafög sem eru á 2. og 3. ári. Svo fékk ég að hafa píanóundirleik með söngvörum sem hliðarfag og fæ því einkatíma í píanókennslu einu sinni í viku. Píanókennari mínum leist vel á þetta og stakk upp á að ég myndi halda kannski smá tónleika í lok skólaárs ásamt söngvurum þar sem ég sæti við píanóið þá sem undirleikari ;). Nú er bara að fá vini sína til að vinna með sér hér útlandinu :). Svo ég er alsæl -með þetta fyrirkomulag með námið.
Núna um helgina skruppum við vinirnir í smá hjólatúr og við Þórunn komumst að því að svona lítur sveitin okkar út -sem er bara hinum megin við götuna :D, við búum nefnilega á borgarmörkum því Marseen er bara næsti bær við. Svo ég hendi nokkrum myndum frá Þórunni og Sól, hleðslutækið mitt er ekki að gera sig svo ég hef ekki tekið neinar myndir. Er einhver með patent laus fyrir mig? Ætli hleðslutækið sé í ábyrgð? Verð að kynna mér það!
Ps. Hollendingar eru yndislegt fólk. Um daginn týndi ég hjálminum mínum og einn skrifstofumanninum í skólanum var mikið í mun um að skemmta mér af því ég var svo súr en svo fannst nú hjálmurinn svo Lilja hressist við að lokum. Fyrr um daginn var ég að spurjast fyrir um píanóleigu en þá bauðst ung stúlka sem hafði verið á eftir mér í röðinni að fylgja mér þangað, ótrúlegt fólk..haha. Mjög almennilegt og afslappað.
Tuesday, September 2, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Sæl Lilja mín,
Gaman að heyra sögur af þér og þínum í Hollandi. Bíð spennt eftir næstu færslu.
Kær kveðja,
Þyrí
Rosalega er gott vedur hjá thér! Mátt endilega senda nokkra sólargeisla hingad yfir til køben ;) Gaman ad heyra ad allt gengur vel :)
Þetta lítur ótrúlega vel út og virðist vera mjög skemmtilegt. Mamma er komin með Skype account unufell9 og gmailið er það sama.
Sæl Lilja mín
Þetta lítur allt voðalega huggulega út og greinilega skemmtilegt nám framundan, frábært að þú fékkst svona mikið metið!
Hlakka til að fylgjast með fleiri skrifum.
Bestu kveðjur úr Vesturbænum, þín mágkona Svava María.
P.S. Takk fyrir kortið, kveðja frá prinsessunum og prinsinum :)
Hæ Lilja
Gaman að heyra að allt gengur vel. Hlakka til að heyra meira, sérstaklega sögur eins eldingasaga hahaha.
kv. Bergrún
p.s. var einmitt að commenta á eldingafærslunni ;)
Hahaha Bergrún -æ þakka þér fyrir! Gaman að heyra -ég ætti kannski bara að fara að lesa inn bloggfærslurnar, þá yrði þetta enn ævintýralegra!. ho ho ho -hí hí hí ;D.
...en huggó!!!
Post a Comment